setja legsteinar saman

Hvernig vel ég legstein fyrir mömmu og pabba


Að eiga við tilfinningarnar sem vakna eftir dauðsfall móður eða föður er erfitt. Til viðbótar við allt annað sem þarf að gera þarf að gera ráðstafanir vegna jarðarfarar. Svo þarf að velja viðeigandi legstein fyrir hann/hana.

Legstein er hægt að fá úr margskonar steintegundum, t.d. marmara, blágrýti, grágrýti, stuðlabergi, graníti og svo framvegis. Legsteinar úr graníti verða oft fyrir valinu þar sem þeir endast betur en flestar aðrar steingerðir.

Legstein er hægt að fá úr margskonar steintegundum, t.d. marmara, blágrýti, grágrýti, stuðlabergi, graníti og svo framvegis. Legsteinar úr graníti verða oft fyrir valinu þar sem þeir endast betur en flestar aðrar steingerðir.

Sumir setja trúarleg tákn á legsteina en aðrir kjósa að sleppa því. Það er ekkert mál að sleppa minningarorðum neðst á legstein og setja í staðin einhver einkennisorð viðkomandi eða uppáhalds setningu, eða bara eitthvað sem lýsir viðkomandi, þetta gerir legstein oft persónulegri fyrir eftirlifendur.

Í viðbót við áletrun er hægt að setja alskyns táknmyndir og/eða listaverk á legsteininn. Legsteinn segir oft mikið um minningu hins látna/hinna látnu og er ekki vitlaust að hafa persónuleika viðkomandi í huga þegar þeir eru valdir og hannaðir.

Ef bálför er fyrirhuguð þá þarf að huga að því að velja legstein sem má vera á duftleiði. Þetta eru gjarnan minni legsteinar og í sumum duftkirkjugörðum má eingöngu vera með liggjandi legsteina. Útfararstjórar og umsjónarmenn kirkjugarðanna geta sagt þér allt um það og eins starfsfólk viðkomandi legsteinasölu sem þú hefur hug á að versla við.

Comment

Skildu eftir skilaboð