setja legsteinar saman

Áður en þú setur legstein á gröf, lestu þessa grein


Að missa ástvin er erfitt og mikið verk framundan. Þegar jarðarför er afstaðin og þú hefur lagt ástvin þinn til hinstu hvílu þarf að taka eitt skref enn, það þarf að setja legstein á gröfina.

Hvað er legsteinn?
Legstenn er minnisvarði sem er við gröf látins ástvinar í kirkjugarði. Þetta er algengt í flestum menningarheimum og steinninn er settur til að votta virðingu og til minningar um látinn ástvin.

Hvaða upplýsingar eru á legsteini?
Legsteinn er minnisvarði sem er staðsettur við gröf viðkomandi. Oftast er á legsteini inngangur efst, s.s. hér hvílir / hér hvíla / hér hvíla hjónin, svo kemur yfirleitt nafn, fæðingar- og dánardagur og neðst eru svo oft minningarorð og eða bænir neðst á honum.

Af hverju að taka tíma til að merkja legstein
Ekki ákveða hvað stendur á legsteininum meðan þú ert enn að syrgja, bíddu í einhvern tíma og leyfðu huga þínum að róast og ná áttum. Það sem þú ritar á legsteininn á eftir að vera þar um ókomna tíð og þú villt hafa eitthvað þar sem þú ert 100% sátt/ur við.

Hve fljótt má setja legstein á gröf?
Það er nauðsynlegt að leyfa jörðinni að setjast (síga) áður en legsteinn er settur á gröfina. Jörðin mun hreyfast og það tekur tíma. Það ætti í flestum tilfellum að vera óhætt að setja legstein upp 8-10 mánuðum eftir jarðarför. Það er hinsvegar hægt að velja, ákveða útlit og kaupa legsteininn og semja um að hann verði settur upp þegar jarðvegurinn er tilbúinn.

Hvar á legsteinninn að vera staðsettur á gröfinni?
Allir kirkjugarðar eru með ákveðnar reglur um hvar á að staðsetja legstein. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því og getum í raun ekki ákveðið það, við verðum að fara að reglum kirkjugarðanna.

Efni sem notuð eru í legstein
Legsteinar geta verið úr margskonar efni, algengast er grjót, þá granít, marmari, hellusteinn, sandsteinn, blágrýti, stuðlaberg ofl. Hvert og eitt af þessum efnum hafa sín sérkenni og sérstaka fegurð. Það má segja það þumalputta reglu að því harðgerðara sem grjótið er því lengur endist það. Granít er mjög hart og endist mjög vel.

Hvers vegna þarft þú að bíða?
Vinnsla steinsins tekur nokkra daga og á vorin og sumrin getur verið viðbótar biðtími vegna mikilla anna við vinnslu og uppsetningu legsteina. Það er ekkert mál að setja upp legstein á haustin eða veturna, þá er líka afgreiðslufrestur oftast styttri og jafnvel hægt að fá hagstæðari tilboð en yfir sumartímann.

Aukahlutir með legstein
Aukahlutir með legstein geta verið margskonar, luktir, vasar, styttur, fuglar, beðrammar o.s.frv. Ákveðnar reglur gilda í flestum kirkjugörðum um aukahluti og þá sérstaklega stærð beðramma, söluaðili legsteinsins veit yfirleitt allt um það og leiðbeinir viðskiptavininum um það.

Comment

Skildu eftir skilaboð